23.01.2015, 22:04
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fundar að jafnaði annan hvern fimmtudag kl. 13:00.
Síðasti fundur var 15. janúar og þó svo að mótmælafundur hafi eingöngu verið auglýstur á Facebook kvöldið áður mættu 15 manns (mest voru 12 í einu að mótmæla). Íbúar sveitarfélagsins eru tæplega 1.000 og mæting var því 1,5%. Það samsvarar því að rúmlega 1.800 Reykvíkingar mæti á mótmæli eða 270 Akureyringar.
Mótmælt verður aftur fyrir utan skrifstofu sveitarfélagsins í Kjarna fimmtudaginn 29. janúar. Allir sem hafa tök á því og áhuga eru hvattir til þess að mæta og hafa með sér pott eða pönnu.